Þorgerður Ingólfsdóttir (English)

Thorgerdur Ingólfsdóttir, choral conductor, began her music studies at the age of seven. She completed her gymnasium studies at Menntaskólinn í Reykjavík in 1963, and a music teacher’s degree from the Reykjavík School of Music in 1965. In 1965–1967 she studied musicology and choral conducting at the master’s level at the University of Illinois, USA. She also studied in Austria and England, and took courses in theology at the University of Iceland.

Thorgerdur is a pioneer in choral work with young people. She founded the Hamrahlid College Choir in 1967, and a choir of its graduates, the Hamrahlid Choir, in 1982. Under her direction, the two choirs have performed to great acclaim in Iceland and abroad. She has maintained high standards of artistic excellence, repertoire, discipline, and perseverance. Her work is not only about music, but about forming and educating young people in the widest sense. More than 2,500 Icelandic teenagers have come into contact with classical music through the Hamrahlid choral experience, including some of Iceland’s most renowned and respected musicians.

The Hamrahlid choirs have been very active in Icelandic society. They have performed countless concerts of various kinds throughout the island: formal concerts, school concerts, performances at hospitals and nursing homes, and participating in religious services. The Hamrahlid choirs have performed many of the masterworks of the choral repertoire with the Iceland Symphony Orchestra, including Ravel’s Daphnis and Chloe, Stravinsky’s Symphony of Psalms, Beethoven’s Ninth Symphony, J.S. Bach’s Magnificat and Mozart’s Requiem. Þorgerður has also given concerts at the Reykjavík Dark Music Days Festival 12 times, starting in 1983.

With her choirs, Þorgerður has led the annual Walk for Peace in Reykjavík since 1979, and for decades they have visited hospitals and hospices during the Advent season. The Hamrahlid College Choir sang a televised Christmas Evensong with the Bishop of Iceland in 1974–1980. The choirs sang Christmas Evensong in Hallgrímskirkja in Reykjavík 1986–1999, and midnight mass at Reykjavík Cathedral with the Bishop of Iceland 2000–2017. Þorgerður conducted the Voices of Iceland, a youth choir consisting of 150 singers from all over Iceland, at the inaugural concert at Harpa Concert Hall in May 2011.

Þorgerður’s 53-year career as choir conductor is unique. Under her direction, a choir of young students from a junior college in Iceland has become among the best in the world. Together they have given concerts in 23 countries and appeared at many of the world’s leading choir festivals:

The Hamrahlid Choir has won many awards, including first prize for youth choirs (The President’s Prize) in the European Broadcasting Union’s competition, Let the Peoples Sing. In 1992 and 2007 the choir was nominated for the Nordic Council Music Prize. In 2002, the choir won the Icelandic Music Awards in the Performer of the Year category. At the Eighth World Symposium for Choral Music, in Copenhagen in 2008, the Hamrahlid Choir was one of 23 choirs from across the globe that was especially invited to participate.

The Hamrahlid Choir has throughout its history collaborated closely with Icelandic and foreign composers, as Þorgerður has demonstrated that new Icelandic choral works can be a realistic, enjoyable, and artistically fulfilling enterprise. Many composers, Icelandic and foreign, have composed works especially for Þorgerður and her choirs, and the list now includes over 100 works. Also, over 40 arrangements have been made for her choirs, as well as many translations and original song texts.

Under Þorgerður’s direction, the Hamrahlíð Choirs have made many recordings for television and radio, both in Iceland and abroad. They have also released three LP records and 10 CDs. Their CD Icelandic Folk Songs, released by the Iceland Music Information Center in 1993, was a gold record in Iceland, and Iceland Spring Poem, released in 2002, was nominated for the Icelandic Music Award that year. Many of the CDs have received outstanding reviews in Gramophone and other leading publications.

The Hamrahlid Choir, under Þorgerður’s direction, sang on Björk’s most recent album, Utopia, released in 2017. The choir also performed at her concert series, Cornucopia, at The Shed, New York City, in May 2019, and later that year in various European cities. The choir’s latest CD, Come and Be Joyful, released in December 2020, contains Icelandic choral music that was part of their contribution to the Cornucopia concerts.

Thorgerdur was a teacher at the Reykjavík School of Music 1967–2000. She was Iceland’s delegate in Nomus (the Nordic Music Committee) from 2001–2007 and music consultant of Europa Cantat 2003–2009. Thorgerdur has been a member of the World Choir Council since 2004. She has been a lecturer and an adjudicator in several music competitions and festivals in Europe. In the year 2000 she was the principal conductor of the Voices of Europe, a multi-national youth choir made up of singers from each of that year’s nine European Cities of Culture. For that occasion, the Estonian composer Arvo Pärt composed his work ...which was the son of..., which is dedicated to her.

Thorgerdur has received many prizes and awards, among them from Leonie Sonnings Music Fund in 1975 and the Prize of Optimism for outstanding Icelandic artists from Brøste in Copenhagen in 1983. In 1992 the Icelandic Performing Rights Society (STEF) granted her special recognition for the performance of Icelandic choral music. In 2008 she was made an honorary member of the Society of Icelandic Musicians and in 2012 she was appointed Reykjavík City’s Honorary Artist. In 2013 she received the Honorary Award of the Icelandic Music Awards, and in 2016 she was presented with a Special Recognition Award from the University of Iceland’s School of Education, for her outstanding achievement as teacher. In 2018 Thorgerdur was awarded honorary citizenship of the City of Reykjavík, and in the same year the Icelandic parliament appointed her Honorary State Artist for life. She was awarded the Order of the Knight of the Falcon by the President of Iceland in 1985 for her pioneering musical work in Iceland, and the King of Norway appointed her a Commander of the Royal Order of Merit in 1992.

Þorgerður Ingólfsdóttir (Íslenska)

Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri stundaði alhliða tónlistarnám frá sjö ára aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1965. Á árunum 1965–1967 stundaði hún nám í tónvísindum og kórstjórn á meistarastigi við University of Illinois í Bandaríkjunum. Formlegt tónlistarnám hefur hún einnig stundað í Austurríki og Bretlandi. Um tíma stundaði hún einnig nám í guðfræði við Háskóla Íslands.

Þorgerður er brautryðjandi í kórastarfi með ungu fólki. Hún stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og árið 1982 framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn. Undir forystu Þorgerðar hafa kórarnir tveir unnið hvern sigurinn af öðrum hvort sem er á tónleikum innanlands eða á alþjóðlegum tónlistarhátíðum víða um heim. Þorgerður er frumkvöðull á Íslandi í kórstarfi með ungu fólki. Hún hefur sett viðmið um listræn gæði, vandað verkefnaval, jákvæðan aga og þolgæði. Kórstarf Þorgerðar snýst ekki einungis um tónlist heldur uppeldi ungs fólks. Meira en 2500 ungmenni hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum hjá Þorgerði, og meðal þeirra eru margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Hamrahlíðarkórarnir hafa verið mjög virkir í íslensku samfélagi. Þeir hafa haldið fjöldann allan af tónleikum um allt land og er þar um að ræða mjög fjölbreytta viðburði; opinbera tónleika, skólatónleika, tónleika á líknarstofnunum, söng við messur og kirkjutónleika. Hamrahlíðarkórarnir hafa flutt mörg stórvirki tónbókmenntanna með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. Dafnis og Klói eftir Ravel, Sálmasinfóníu Stravinskíjs, Níundu sinfóníu Beethovens, Magnificat Bachs og Sálumessu Mozarts. Þorgerði hefur verið falið að halda tónleika með Hamrahlíðarkórnum á Myrkum músíkdögum 12 sinnum, í fyrsta skipti árið 1983.

Með kórunum sínum hefur Þorgerður leitt Friðargönguna í Reykjavík á Þorláksmessu frá upphafi árið 1979 og í áratugi heimsótt sjúkrahús og líknarstofnanir með söng á jólum. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við aftansöng Sigurbjörns Einarssonar biskups í sjónvarpssal á árunum 1974–1980. Kórarnir sungu í Hallgrímskirkju við aftansöng á aðfangadagskvöld 1986–1999, og við miðnæturmessu í Dómkirkjunni með biskupi Íslands árin 2000–2017. Þorgerður stjórnaði Röddum Íslands, kór æskufólks, 150 kórsöngvara af öllu landinu, sem komu fram á opnunarhátíð Hörpu í maí 2011.

Ferill Þorgerðar sem kórstjóra í 53 ár er einstakur. Undir hennar stjórn hefur kór skipaður ungmennum úr menntaskóla á Íslandi komist í fremstu röð á heimsvísu. Þorgerður hefur haldið tónleika í 23 löndum og komið fram á mörgum helstu kórahátíðum heims:

Hamrahlíðarkórinn hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu kórakeppninni „Let the Peoples Sing“ árið 1984. Kórinn hefur tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, 1992 og 2007. Árið 2002 hlaut kórinn Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum flytjandi ársins. Á Áttunda heimsþingi kórtónlistar 2008 var Hamrahlíðarkórinn einn af 23 kórum úr öllum heiminum sem boðið var sérstaklega til hátíðarinnar.

Í þeirri miklu grósku sem hefur verið í íslenskri kórtónlist undanfarna áratugi hefur Þorgerður ásamt kórum sínum rutt brautina og sýnt fram á að ný íslensk kórtónlist getur verið raunhæft verkefni sem veitir í senn gleði og listræna fullnægju þeim sem við hana fást. Fjölmörg tónskáld, íslensk og erlend, hafa samið verk fyrir Þorgerði og kóra hennar og eru þær tónsmíðar nú orðnar um 100 talsins. Auk þess telja raddsetningarnar sem gerðar hafa verið fyrir hana á fimmta tug og einnig má nefna fjölmargar ljóðaþýðingar og söngtexta.

Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar hafa gert margar upptökur fyrir útvarp og sjónvarp, bæði á Íslandi og erlendis. Þrjár hljómplötur og tíu geisladiskar hafa komið út með söng kóranna. Geisladiskurinn Íslensk þjóðlög sem kom út á vegum Íslensku tónverkamiðstöðvarinnar árið 1993 er gullplata og Vorkvæði um Ísland, geisladiskur frá árinu 2002, var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sama ár. Margir diskanna hafa fengið lofsamlega dóma, meðal annars í tónlistartímaritinu Gramophone.

Undir stjórn Þorgerðar söng Hamrahlíðarkórinn á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, sem kom út árið 2017. Í kjölfarið kom kórinn fram á tónleikaröð hennar, Cornucopia, í The Shed í New York í maí 2019 og víða í Evrópu síðar sama ár. Á nýjasta diski kórsins, Come and Be Joyful, sem kom út í desember 2020, er að finna íslenska kórtónlist sem var hluti af upphafsatriði kórsins á tónleikunum Cornucopia.

Þorgerður hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar. Hún var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1967–2000, sá um kynningar á fjölskyldu- og skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1974–1980 og var framkvæmdastjóri Zukofsky-tónlistarnámskeiðanna 1978–1980. Hún var fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Bandalags íslenskra listamanna í mörg ár og varaforseti 1981–1985. Hún hefur verið fulltrúi Íslands á sviði tónlistar í ýmsum verkefnum og störfum, meðal annars Kaleidoscope-verkefni Evrópusambandsins og hún sat í Norrænu tónlistarnefndinni, NOMUS, á árunum 2001–2007. Þorgerður var aðalstjórnandi æskukórsins Radda Evrópu sem var viðamesta samstarfsverkefni menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn hélt tónleika um alla Evrópu og frumflutti m.a. tónverkið „...which was the son of...“ eftir Arvo Pärt, en verkið er tileinkað Þorgerði.

Þorgerður hefur tekið mjög virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði tónlistar og meðal annars setið í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Hún er einn af stofnendum Alþjóðlega kórasambandins (International Federation for Choral Music) og á sæti í ráðgjafanefnd Heimsleikanna í kórtónlist (World Choir Games).

Þorgerður hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín og list, meðal þeirra eru: Bjartsýnisverðlaun Bröstes í Kaupmannahöfn 1983, styrkur til ungra tónlistarmanna úr Leonie Sonnings Musikfond í Kaupmannahöfn 1975, Menningarverðlaun DV 1979, Viðurkenning STEFs fyrir flutning íslenskra kórverka 1992 og heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2007. Þorgerður var kjörin heiðursfélagi í Félagi íslenskra tónlistarmanna árið 2008, var Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012 og ári síðar hlaut hún heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún hlaut viðurkenningu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi störf árið 2016, var sæmd nafnbótinni heiðursborgari Reykjavíkur árið 2018 og hlaut heiðurslaun Alþingis sama ár. Þorgerður var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir tónlistarstörf árið 1985 og stórriddarakrossi Hinnar konunglegu norsku heiðursorðu árið 1992.